• mið. 28. maí 2014
  • Landslið

U19 karla - Leikið við Íra í kvöld

UEFA EM U19 karla
U19_Landscape_Master_White_cmyk-01

Strákarnir í U19 hefja í kvöld leik í milliriðli fyrir EM en riðillinn er leikinn á Írlandi.  Það eru einmitt heimamenn sem eru fyrstu mótherjarnir en leikurinn hefst á Tallaght Stadium í Dublin kl. 18:00 að íslenskum tíma.  Hinn leikur riðilsins hefst kl. 15:00 en þar mætast Serbar og Tyrkir.

Byrjunarliðið er þannig skipað:

Markvörður:

  • Rúnar Alex Rúnarsson, fyrirliði

Aðrir leikmenn:

  • Adam Örn Arnarson
  • Jón Ingason
  • Samúel Kári Friðjónsson
  • Emil Ásmundsson
  • Ævar Ingi Jóhannesson
  • Elías Már Ómarsson
  • Kristján Flóki Finnbogason
  • Daði Bergsson
  • Daníel Leó Grétarsson
  • Sindri Björnsson

Efsta þjóðin í riðlinum tryggir sér sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Ungverjalandi í júlí og verður spennandi að fylgjast með okkar strákum í þessum leikjum.

Minnt er á textalýsingu á heimasíðu UEFA og við sendum strákunum góða strauma yfir hafið.