• fös. 23. maí 2014
  • Fræðsla

Fjallað um íslenska kvennaknattspyrnu á UEFA Study Group

study-group-2014-3

Í vikunni fór fram UEFA fræðsluviðburður á Íslandi sem nefnist UEFA Study Group og er tilgangur verkefnisins að bjóða aðildarlöndum upp á tækifæri til að læra hvert af öðru, deila sínu vinnulagi og sínum hugmyndum með öðrum.  Ísland hefur verið gestgjafi nokkrum sinnum áður og koma þá fyrirlesararnir og fræðararnir úr röðum KSÍ og aðildarfélaga KSÍ, alls 11 manns, og gestaþjóðirnar að þessu sinni voru Færeyjar, Gíbraltar og Liechtenstein, samtals um 30 gestir. 

Viðfangsefnið að þessu sinni var kvennaknattspyrna á Íslandi, þar sem m.a. fjallað var um uppeldisstarf aðildarfélaga KSÍ, yngri landslið kvenna og allt starf í kringum þau, A landslið kvenna og verkefni þess, markaðs- og kynningarmál í tengslum við Pepsi-deild kvenna, Borgunarbikar kvenna og A landslið kvenna, og ýmislegt annað.

Viðburðurinn, sem haldinn var á Hilton Hótel Nordica, náði yfir þrjá daga og var mikil ánægja með framkvæmdina alla á meðal þátttakenda.  Smellið á myndina hér að neðan til að stækka hana.