• fös. 23. maí 2014
  • Landslið

A landsliðshópur karla gegn Austurríki og Eistlandi

Frá blaðamannafundinum
blmfundur-austurriki-eistland

A landslið karla leikur tvo vináttulandsleiki á næstu vikum, fyrst gegn Austurríki í Innsbrück 30. maí og svo gegn Eistlandi á Laugardalsvellinum 4. júní.  Þjálfarar liðsins, þeir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, hafa tilkynnt leikmannahópinn fyrir þessa tvo leiki.

Smellið hérna til að horfa á viðtal við Heimi Hallgrímsson um verkefnin framundan.

Nr Markmenn Fæddur Tímabil L M Félag
12 Gunnleifur Gunnleifsson 1975 2000-2013 25   Breiðablik
1 Hannes Þór Halldórsson 1984 2011-2014 20   Sandnes Ulf
24 Ögmundur Kristinsson  1989       Fram
             

Varnarmenn          
2 Birkir Már Sævarsson  1984 2007-2014 41   SK Brann
6 Ragnar Sigurðsson 1986 2007-2014 35   FK Krasnodar
14 Kári Árnason 1982 2005-2014 33 2 Rotherham United
5 Sölvi Geir Ottesen Jónsson 1984 2005-2014 23   FC Ural
23 Ari Freyr Skúlason 1986 2009-2014 20   OB
18 Theodór Elmar Bjarnason 1987 2007-2014 12   Randers
3 Hallgrímur Jónasson 1986 2008-2014 9 3 Sönderjyske
13 Hörður B. Magnússon  1993       Spezia Calcio
             
  Miðjumenn          
17 Aron Einar Gunnarsson 1989 2008-2014 42   Cardiff City FC
20 Emil Hallfreðsson 1984 2005-2014 40 1 Hellas Verona
15 Helgi Valur Daníelsson 1981 2001-2013 30   CF OS Belenenses
7 Jóhann Berg Guðmundsson 1990 2008-2014 32 5 AZ
8 Birkir Bjarnason 1988 2010-2014 29 4 Sampdoria
19 Rúrik Gíslason 1988 2009-2013 26 1 FC København
10 Gylfi Þór Sigurðsson 1989 2010-2014 23 5 Tottenham Hotspur FC
             

Sóknarmenn          
9 Kolbeinn Sigþórsson 1990 2010-2014 21 13 Ajax FC
16 Jón Daði Böðvarsson * 1992 2012-2014 2   Viking FK
22 Halldór Orri Björnsson  1987 2012 1   Falkenbergs FF
21 Viðar Kjartansson  1990       Vålerenga
16 Kristján Gauti Emilsson  1993       FH

23 leikmenn valdir - nokkrir taka bara þátt í öðru verkefninu

Alls eru 23 leikmenn valdir í þessi tvö verkefni, en sumir leikmenn verða aðeins í öðrum leiknum.  Birkir Már Sævarsson, Jón Daði Böðvarsson og Viðar Kjartansson verða í hópnum í Austurríki, en verða ekki með í heimaleiknum gegn Eistlandi.  Þeir Ögmundur Kristinsson, Halldór Orri Björnsson og Kristján Gauti Emilsson inn í hópinn fyrir leikinn við Eistlendinga.  Hörður Björgvin Magnússon gæti einnig bæst í hópinn fyrir seinni leikinn, en það veltur á því hvort félagslið hans, Spezia, leiki umspilsleiki í lok deildarkeppninnar á Ítalíu.

Um vináttuleikina við Austurríki og Eistland

Ísland hefur þrívegis mætt Austurríki í landsleik, fyrsti leikurinn var reyndar gegn áhugamannalandsliði Austurríkis, þar sem Þórður Þórðarson, Sveinn Teitsson og Reynir K. Þórðarson skoruðu mörk íslenska liðsins, sem tapaði 3-4 á Melavellinum í Reykjavík.  Þjóðirnar mættust svo tvisvar í undankeppni HM 1990, og gerðu liðin þá markalaust jafntefli á Laugardalsvellinum  fyrir framan rúmlega 10 þúsund manns. 

Ísland og Eistland hafa aldrei verið saman í riðli í undankeppni stórmóts, en liðin hafa þó mæst þrisvar í vináttuleikjum.  Frægasti leikurinn er án vafa sá sem fram fór 1996, þegar Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik, fyrir Arnór föður sinn.  

Beint á Stöð 2 sport

Báðir leikirnir verða í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 Sport.