Þrjár breytingar á U19 landsliðshópnum
Gerðar hafa verið þrjár breytingar á leikmannahópi U19 landsliðs karla, sem leikur í milliriðli EM á Írlandi um mánaðamótin. Þeir Böðvar Böðvarsson, Ósvald Jarl Traustason og Indriði Áki Þorláksson, sem voru í upprunalega hópnum, verða ekki með. Í þeirra stað hefur Kristinn R. Jónsson, þjálfari íslenska liðsins, valið þá Heiðar Ægisson úr Stjörnunni, Jón Ingason úr ÍBV og Sindra Björnsson úr Leikni R.