• mið. 21. maí 2014
  • Landslið

FIFA fagnar 110 ára afmæli

Merki FIFA
FIFA

FIFA – Alþjóða knattspyrnusambandið, fagnar í dag, miðvikudaginn 21. maí, 110 ára afmæli.  Stofnfundurinn var haldinn að Rue St. Honore nr. 229 í París, þar sem saman voru komnir fulltrúar knattspyrnusambanda Frakklands, Belgíu, Danmerkur, Hollands, Spánar, Svíþjóðar og Sviss.  

Markmiðin voru skýr og einföld:

  1. Að þróa knattspyrnuíþróttina.
  2. Að skipuleggja alþjóðlega keppni í knattspyrnu.
  3. Að leysa ágreining milli aðila innan knattspyrnuhreyfingarinnar.

Enn þann dag í dag eru þessi grundvallarmarkmið þau sömu.

Aðildarlönd FIFA eru í dag 202 talsins.