• þri. 20. maí 2014
  • Fræðsla

Frá ráðstefnu um fjölgun iðkenda í kvennaknattspyrnu

Yngstu iðkendurnir eru skemmtilegastir!
yngstu-idkendur

Í byrjun maí stóð KSÍ fyrir ráðstefnu þar sem fjallað var um mögulegar leiðir til að fjölga iðkendum í yngstu kvennaflokkunum.  Ýmis áhugaverð erindi voru flutt og er hægt að horfa á þau öll með því að smella hér að neðan.

Arnar Bill Gunnarsson fjallaði um hver staðan er í dag í fjölda iðkenda og einnig um verkefni sem Fram er með í samstarfi við leikskóla á sínum svæðum, í Safamýri og í Grafarholti.

Pálmar Örn Guðmundsson fjallaði um kvennastarfið í Grindavík, en þar er það svo að krakkar greiða eitt æfingagjald og geta æft hvaða íþrótt sem er.

Loks fjallaði Sverrir Óskarsson, þjálfari 8. flokks kvenna hjá Breiðabliki og félagsráðgjafi, um það hvernig Breiðablik hefur staðið að málum undanfarin ár en núna er 85 stelpur að æfa í 8. flokki hjá félaginu.

Hér að neðan eru fyrirlestrarnir og myndböndin frá þeim og einnig er þarna að finna myndband sem Sverrir Óskarsson bjó til og sýndi á ráðstefnu bandaríska þjálfarafélagsins í janúar á þessu ári, en þar voru fulltrúar frá Breiðabliki með kynningu á sínu starfi.

Fjölgun iðkenda - Arnar Bill Gunnarsson

https://vimeo.com/ksimyndbond/review/94159103/622e55961b

Glærur

Leikskólaverkefni Fram - Arnar Bill Gunnarsson

https://vimeo.com/ksimyndbond/review/94159105/743f809cdb

Glærur

Kvennastarfið í Grindavík - Pálmar Örn Guðmundsson

https://vimeo.com/ksimyndbond/review/94159104/2676bfd91f

Glærur

Betra samfélag fyrir börn - Sverrir Óskarsson

https://vimeo.com/ksimyndbond/review/94195526/1ccaa7372b

Glærur

Myndband Sverris Óskarssonar á ráðstefnu bandaríska þjálfarafélagsins

https://vimeo.com/ksimyndbond/review/94392794/a2694bc6e0