Byrjunarlið A kvenna gegn Sviss í Nyon
A landslið kvenna mætir Sviss í undankeppni HM 2015 í dag, fimmtudag, kl. 17:00 að íslenskum tíma og er leikið í Nyon í Sviss, rétt við höfuðstöðvar UEFA. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, hefur opinberað byrjunarlið Íslands.
Markvörður
- Þóra B. Helgadóttir
Bakverðir
- Ólína G. Viðarsdóttir
- Hallbera Guðný Gísladóttir
Miðverðir
- Anna Björk Kristjánsdóttir
- Glódís Perla Viggósdóttir
Varnartengiliður
- Sif Atladóttir
Tengiliðir
- Sara Björk Gunnarsdóttir
- Dagný Brynjarsdóttir
Kantmenn
- Fanndís Friðriksdóttir
- Dóra María Lárusdóttir
Framherji
- Harpa Þorsteinsdóttir