• fim. 08. maí 2014
  • Landslið

A kvenna - Ísland mætir Sviss í dag

Hópurinn á leið á æfingu á Möltu
A-Moltu

Ísland mætir Sviss í dag í undankeppni HM 2015 en leikið verður í Nyon.  Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma en þarna mætast tvær efstu þjóðirnar í riðlinum.  Minnt er á textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA.  Þá er útsending frá leiknum á heimasíðu svissneska knattspyrnusambandsins.

Ísland og Sviss hafa mæst 5 sinnum hjá A landsliði kvenna og hafa þjóðirnar unnið tvo leiki hvor og einu sinni hefur orðið jafntefli. Síðast mættust þjóðirnar hér á Laugardalsvelli, í þessari undankeppni, í september á síðasta ári og vann Sviss þá 0 - 2.

Einn annar leikur er á dagskrá í dag í riðlinum en þá taka Danir á móti Serbum en Danir eru sem stendur með fimm stig eftir fjóra leiki.  Ísrael er í öðru sæti riðilsins, eftir sigur á Möltu í gær, með níu stig líkt og Íslendingar.

Staðan í riðlinum