• mið. 07. maí 2014
  • Landslið

A kvenna - Leikið gegn Sviss á morgun

Æfing á Möltu
A-kvenna-Malta

Kvennalandsliðið undirbýr sig nú af kostgæfni fyrir leikinn gegn Sviss í undankeppni HM en leikið verður í Nyon á morgun, fimmtudaginn 8. maí.  Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma en þarna mætast þjóðirnar sem verma tvö efstu sætin í riðlinum.

Ísland og Sviss hafa mæst 5 sinnum hjá A landsliði kvenna og hafa þjóðirnar unnið tvo leiki hvor og einu sinni hefur orðið jafntefli. Síðast mættust þjóðirnar hér á Laugardalsvelli, í þessari undankeppni, í september á síðasta ári og vann Sviss þá 0 - 2.

Liðið hélt utan á mánudagsmorgun og hefur nýtt tímann vel í undirbúning fyrir þennan mikilvæga leik.  Hópurinn gaf sér þó tíma í gærkvöldi og fylgdist með Pollapönkurum á sviðinu í Kaupmannahöfn.  Stelpunum var haldið í spennu, eins og öðrum Íslendingum, fram á síðustu stundu og fagnaðarlætin því innileg eins og sjá má á Facebook síðu KSÍ.