U19 kvenna - Naumt tap gegn Skotum
Stelpurnar í U19 léku í morgun seinni leik sinn á undirbúningsmóti UEFA en leikið var í Færeyjum. Mótherjarnir voru Skotar og höfðu þeir betur, 0 - 1, með marki í uppbótartíma. Tómas Þóroddsson sendi okkur eftirfarandi umfjöllun um leikinn.
"Íslenska u-19 ára landsliðið kvenna lek í dag sinn annan leik í æfingamóti UEFA sem haldið er í Færeyjum. Spilað var gegn Skotum og eftir skemmtilegan leik höfðu þær skosku betur með marki á lokamínútunni.
Byrjunarlið Íslands var skipað eftirtöldum leikmönnum: Berglind Hrund, Málfríður Anna, Katla Rún, Sabrína Lind, Arna Dís, Andrea Rán fyrirliði, Lilly Rut, Guðrún Karítas, Hulda Ósk, Hulda Hrund og Sigríður María.
Leikurinn byrjaði af miklum krafti, mikil hraði og stöðubarátta um allan völl. Fyrsta færið fengu Skotar en Berglind greip vel inní. Íslensku stúlkunar voru nokkrum sinni aðgangsharðar við mark andstæðingana og fékk Guðrún Karítas m.a. mjög gott færi er hún slapp ein í gegn, en markmaður Skota gerði vel.
Á 28. min gaf Hulda Hrund inn á Guðrúnu Karítas sem átti gott skot að marki en markmaður Skota varði mjög vel í horn. Upp úr horninu skaut Katla Rún frá vítapunkti, en markmaðurinn varði aftur frábærlega.
Á 35. min slapp Guðrún Karítas aftur ein í gegn og aftur sá skoski markmaðurinn við henni. Undir lok hálfleiksins fengu Skotar gott færi, en sóknarmaður þeirra skaut framhjá. Staðan var því nokkuð sanngjörn 0-0 í hálfleik.
Skosku stúlkunar voru aðgangsharðar á fyrstu mínútum seinni hálfleiks og áttu m.a stangarskot er fimm mínútur voru liðnar og Berglind varði vel í kjölfarið. Tveimur mínútum seinna áttu þær skosku aftur skot í stöng. Á 50. min varði Berglind frábærlega í horn. Upp úr horninu skapaðist mikil hætta.
Á 57. min varði Berglind aftur mjög vel eftir góða sókn. Mínútu síðar komu þær Esther Rós og Heiða Rakel inn fyrir Siggu Maju og Huldu Hrund. Fyrsta færi Íslands í seinni kom á 62. min, er Lillý átti skalla rétt yfir eftir horn.
Á 68. min komu þær Heiðdís, Rakel Jóns og Ásta Vigdís inn fyrir Berglind Hrund, Lillý og Kötlu Rún. Á 72. min komu Hrefna Guðrún og Alda Ólafs inn fyrir Huldu Ósk og Örnu Dís. Í uppbótartíma skoruðu skosku stúlkunar sigurmarkið og tóku því öll þrjú stigin.
Þegar upp er staðið var þetta heilt yfir mjög flottur leikur og mun betri en leikurinn gegn Færeyjum. Íslensku stúlkunar náðu ekki að halda í hraðan hjá skoska liðinu í seinni hálfleik og sigur Skota því sanngjarn."