Súpufundur um höfuðhögg og heilahristing
Mánudaginn 28. apríl klukkan 12.10-13.00 mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er höfuðhögg - heilahristingur. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð. Fyrirlesari er Reynir Björnsson læknir en hann er formaður heilbrigðisnefndar KSÍ.
Markmiðið er að kynna fyrir þjálfurum leiðbeiningar heilbrigðisnefndar KSÍ ef leikmaður fær höfuðhögg - heilahristing, helstu einkenni heilahristings og hvað ber að varast, hver á að ákveða hvenær leikmaður er leikfær, samskipti þjálfara og sjúkrateymis félaga og landsliða. Farið verður yfir leiðbeiningar fyrir þjálfara að amerískri fyrirmynd + umræður.
Það hefur ítrekað gerst undanfarin ár að leikmenn í knattspyrnu sem og öðrum íþróttagreinum hafa hlotið varanleg einkenni í kjölfar höfuðhöggs og jafnvel þurft að hætta íþróttaiðkun. KSÍ hvetur þjálfara, sjúkraþjálfara, lækna sem og aðra forráðamenn félaga að fjölmenna á þennan fund því það er aldrei of varlega farið þegar kemur að þessu málefni.
Fyrr í vetur gaf heilbrigðisnefnd KSÍ út leiðbeiningar/ráðleggingar varðandi höfuðhögg er geta leitt til heilahristings. Þær leiðbeiningar má finna hér: http://www.ksi.is/fraedsla/nr/11604
Aðgangur er ókeypis og fundargestir fá súpu og brauð í boði KSÍ. Vinsamlegast boðið komu ykkar með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is.