Ráðstefna um fjölda iðkenda í yngstu flokkum kvenna
Laugardaginn 3. maí mun KSÍ standa fyrir ráðstefnu sem haldin verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Ráðstefnan er frá kl. 11.00 - 14.00 og er hún öllum opin.
Markmið ráðstefnunnar er að gefa aðildarfélögum KSÍ hugmyndir um hvernig hægt sé að fjölga iðkendum í yngstu kvennaflokkunum.
Fyrirlesarar verða:
-
Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ, mun fjalla um stöðuna eins og hún er í dag í þjálfun og fjölda iðkenda.
-
Fulltrúi frá Fram mun koma og kynna samstarfsverkefni félagsins við leikskóla í hverfum Framara.
-
Fulltrúi frá Grindavík mun segja frá reynslu knattspyrnudeildarinnar af því að börn í Grindarvíkurbæ greiða eitt æfingagjald en geta æft allar íþróttir sem boðið er uppá í bænum.
-
Fulltrúi frá Breiðabliki kemur og greinir frá því hver galdurinn er á bak við að hafa 70 stúlkur í 8. flokki kvenna og kemur með hugmyndir af æfingum og viðburðum fyrir flokkinn.
Fulltrúar barna- og unglingaráða eru sérstaklega hvattir til að mæta ásamt þjálfurum félaganna. Skráning er hafin en hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is eða með því að hringja í síma 510-2977.
Stefnt er að því að senda ráðstefnuna beint út á netinu.