• mán. 14. apr. 2014
  • Landslið

U17 kvenna í Belfast:  Byrjunarliðið gegn Norður-Írum

uefa-logo-biglandscape
uefa-logo-biglandscape
U17 landslið kvenna, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, leikur um þessar mundir í sérstöku undirbúningsmóti UEFA fyrir þennan aldurshóp.  Fyrstu leikirnir fóru fram á sunnudag og þá vannst 4-0 sigur á Wales.  Í dag, mánudag, er leikið gegn Norður-Írum og hefur byrjunarlið Íslands verið tilkynnt.

Bæði þessi lið unnu 4-0 sigra í fyrstu umferð og er því von á hörkuleik, sem hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma.  Fylgst verður með leiknum á Facebook-síðu KSÍ.

Byrjunarlið Íslands gegn Norður-Írlandi

Markvörður - Telma Ívarsdóttir

Miðverðir - Ingibjörg Rún Óladóttir og Dagmar Pálsdóttir

Hægri bakvörður - Kristín Alfa Arnórsdóttir

Vinstri bakvörður - Saga Líf Sigurðardóttir

Miðjumenn - Harpa Harðardóttir, Andrea Mist Pálsdóttir, fyrirliði og Stefanía Ásta Tryggvadóttir

Hægri kantur - Elena Brynjarsdóttir

Vinstri kantur - Agla María Albertsdóttir

Framherji - Andrea Celeste Thorisson