• mán. 14. apr. 2014
  • Landslið

Sæmdur gullmerki Knattspyrnusambands Færeyja

Gunnar Sigurðsson sæmdur gullmerki Knattspyrnusambands Færeyja
gunnar-sig1

Gunnar Sigurðsson frá Akranesi var sæmdur gullmerki færeyska knattspyrnusambandsins um síðastliðna helgi þegar hann var þar í heimsókn. Gunnar, sem var sæmdur heiðurskrossi KSÍ árið 2004, var forystumaður í knattspyrnunni á Akranesi til fjölda ára og sat í stjórn KSÍ um langt skeið, fyrst 1976-1980 og svo 1982-1989, alls 13 ár.  

Gunnar hefur lagt áherslu á samstarf Íslands og Færeyja á vettvangi knattspyrnunnar og hann lagði hönd á plóginn þegar Færeyingar fengu inngöngu í UEFA og FIFA.  Það var Christian Andreasen, formaður Knattspyrnusambands Færeyja, sem sæmdi Gunnar gullmerkinu.

Gunnar Sigurðsson sæmdur gullmerki Knattspyrnusambands Færeyja