• fim. 10. apr. 2014
  • Landslið

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Möltu

HM kvenna 2015 í Kanada
hm-2015-kanada

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Möltu í undankeppni HM. Leikið er á Centenary vellinum á Möltu og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma eða kl. 14:00 að staðartíma.

Byrjunarliðið er þannig skipað:

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hægri bakvörður: Dóra María Lárusdóttir

Vinstri bakvörður: Ólína Viðarsdóttir

Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir

Tengiliðir: Katrín Ómarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði og Dagný Brynjarsdóttir

Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir

Vinstri kantur: Rakel Hönnudóttir

Framherji: Harpa Þorsteinsdóttir

Einungis eru 18 leikmenn á skýrslu í hverjum leik og þeir leikmenn sem hvíla í dag eru Hallbera Guðný Gísladóttir og Þóra Helgadóttir.

Hægt er að fylgjast með leiknum á Facebook síðu KSÍ sem og með textalýsingu á heimasíðu UEFA.