Þættir um dómara hefjast á Stöð 2 Sport á fimmtudag
Þriðja liðið er fjögurra þátta sería sem fjallar um knattspyrnu út frá sjónarhorni dómaranna. Í þáttunum er fylgst með dómurum í undirbúningi þeirra, æfingum, leikjum og fáum einnig að heyra hvað fer þeim á milli á meðan leik stendur.
Ætlunin er ekki að draga upp glansmynd af starfi dómara heldur sýna hvernig þeir sinna starfinu og hvað þarf að leggja á sig til þess að ná alla leið í þriðja liðinu. Þættirnir veita innsýn í líf og starf dómara á Íslandi sem og erlendis.
Meðal þeirra sem fram koma eru: Þóroddur Hjaltalín, Þorvaldur Árnason, Rúna Kristín Stefánsdóttir, Geir Þorsteinsson, Howard Webb, Gylfi Þór Orrason, Mark Clattenburg, Kristinn Jakobsson, Erlendur Eiríksson, Magnús Jónsson og Mike Riley.
Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 Sport og hefja göngu sína fimmtudaginn 10. apríl klukkan 21:00.