• mið. 09. apr. 2014
  • Landslið

Byrjunarlið U17 karla gegn N-Írlandi í dag

uefa-logo-biglandscape
uefa-logo-biglandscape

U17 landslið karla, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, mætir Norður-Írum í Belfast í dag, miðvikudag kl. 17:30 að íslenskum tíma.  Þetta er annar leikur liðsins í sérstöku undirbúningsmóti UEFA, en á þriðjudag var leikið gegn Wales og tapaðist sá leikur 1-2.  Nokkrar breytingar eru gerðar á byrjunarliðinu milli leikja.

Byrjunarlið Íslands gegn Norður-Írlandi (4-2-3-1)

Markvörður

  • Andri Þór Grétarsson

Varnarmenn

  • Alfons Sampsted
  • Arnór Breki Ásþórsson
  • Birkir Valur Jónsson
  • Viktor Benediktsson

Tengiliðir

  • Viktor Júlíusson
  • Júlíus Magnússon (fyrirliði)

Sóknartengiliðir

  • Erlingur Agnarsson
  • Brynjar Óli Bjarnason
  • Kristófer Konráðsson

Framherji

  • Máni Hilmarsson

Leikvangurinn upprunalega byggður árið 1890

Þess má geta að leikurinn í dag fer fram á Solitude-leikvanginum í Belfast, en sá leikvangur var byggður árið 1890, er heimavöllur FC Cliftonville og tekur alls 6.000 áhorfendur, þar af 2.000 í sæti.  Rétt er þó að geta þess að Solitude stendur ekki óbreyttur, og hefur fengið reglulega upplyftingu.