Byrjunarlið U17 karla gegn N-Írlandi í dag
U17 landslið karla, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, mætir Norður-Írum í Belfast í dag, miðvikudag kl. 17:30 að íslenskum tíma. Þetta er annar leikur liðsins í sérstöku undirbúningsmóti UEFA, en á þriðjudag var leikið gegn Wales og tapaðist sá leikur 1-2. Nokkrar breytingar eru gerðar á byrjunarliðinu milli leikja.
Byrjunarlið Íslands gegn Norður-Írlandi (4-2-3-1)
Markvörður
- Andri Þór Grétarsson
Varnarmenn
- Alfons Sampsted
- Arnór Breki Ásþórsson
- Birkir Valur Jónsson
- Viktor Benediktsson
Tengiliðir
- Viktor Júlíusson
- Júlíus Magnússon (fyrirliði)
Sóknartengiliðir
- Erlingur Agnarsson
- Brynjar Óli Bjarnason
- Kristófer Konráðsson
Framherji
- Máni Hilmarsson
Leikvangurinn upprunalega byggður árið 1890
![solitude-stadium-belfast](/media/myndir-2014/medium/solitude-stadium-belfast.jpg)