Tveggja marka tap gegn Rússum
U19 landslið kvenna tapaði í dag öðrum leik sínum í milliriðli fyrir EM, 2-4 gegn Rússum, sem leiddu með þremur mörkum í hálfleik og náðu fjögurra marka forystu. Íslenska liðið svaraði fyrir sig með tveimur mörkum í lokin, en þar við sat og annað tap í milliriðli staðreynd.
Umfjöllun um leikinn frá Tómasi Þóroddssyni fararstjóra:
Íslenska stúlkna landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum undir 19 ára lék annan leik sinn í milliriðli í gær. Leikið var gegn Rússum og þrátt fyrir jafnan leik tapaði Ísland 4-2.
Íslenska liðið byrjaði mun betur í leiknum og strax á 2. min átti Elín Metta skalla yfir eftir horn frá Telmu. Fimm mínútum seinna átti Svava góðan sprett upp vinstri, sendi inn í á Elínu Mettu sem var óheppinn að ná ekki skoti frá vítapunkti. Mínútu seinna átti Svava annan góðan sprett, en á henni var brotið og aukaspyrna dæmd. Hrafnhildur tók spyrnuna fyrir og var Ingibjörg nálægt því að skora.
Fyrsta færi Rússa kom eftir 12 mín, en Ásta markmaður greip vel inn í. Þegar korter var liðið af leiknum stakk Elín sér í gegn, Telma fékk svo boltann, sendi fyrir á Svövu sem skallaði boltann framhjá.
Á 19. mín komust Rússar yfir eftir slaka sendingu í vörninni. Nokkrum mínútum seinna kom annað mark þeirra eftir að Íslendingum mistókst að hreinsa. Íslendingar klárlega búnar að vera betri aðilinn en komnar tveim mörkum undir.
Eftir þetta misstu stelpunar aðeins sjálfstraustið og leikurinn jafnaðist. En á 38. mín komust Rússar í 3-0 eftir einstaklingsframtak. Íslendingar rifu sig upp og tóku leikinn aftur í sínar hendur og tveimur mínútum seinna prjónaði Elín Metta sig í gegn skoti hennar var bjargað í horn. Mínútu seinna átti Svava flott skot rétt framhjá. Í næstu sókn átti Telma góðan sprett en skot hennar var varið. Og þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum átti Telma annan góðan sprett, markmaður Rússa braut á henni innan teigs, en Telma stóð það af sér og Rússar björguðu í horn. Upp úr horninu átti Hrafnhildur skot rétt yfir.
Stuttu seinna flautaði danski dómarinn til leikhlés og óhætt að segja að það hafi verið vonbrigði að vera þremur mörkum undir í leik þar sem Ísland hafði yfirtökin lengst af.
Eftir um tíu mín leik fengu Rússar víti eftir brot Íslendinga og skoruðu örugglega úr því. Á 65. min áttu Rússar skot rétt yfir. Á 70. min átti Sigga Maja flottan sprett og sendingu fyrir á Andreu, en varnarmaður komst fyrir.
Hinum megin á vellinum varði Àsta boltann í slá. Elín Metta átti svo flott skot rétt yfir á 78. min. Mínútu seinna tók Ingunn aukaspyrnu, Hrafnhildur skallaði boltann niður fyrir Elínu Mettu sem átti eftir að gera mikið, hún kláraði færið mjög vel og staðan orðin 2-4.
Tíu mínútum seinna fékk Elín Metta mjög ósanngjarnt rautt spjald eftir að hafa fengið tvö gul spjöld. Tveimur mínútum eftir það skoraði Telma af miklu harðfylgi eftir frábæra sendingu frå Andreu Rán. Þar við sat og því ljóst að Íslendingar komast ekki í lokakeppnina. Síðasti leikur liðsins er leikur um 3. sætið og er hann fimmtudaginn 10. apríl gegn heimamönnum frá Króatíu.
Tómas Þóroddsson