A kvenna - Fyrsta æfingin á Möltu í dag
Kvennalandsliðið tók sína fyrstu hefðbundnu æfingu hér á Möltu í dag en undirbúningur liðsins er nú í fullum gangi fyrir leikinn gegn heimastúlkum á fimmtudaginn í undankeppni HM. Æft var á grasvelli í nágrenni keppnisvallarins en allar aðrar æfingar fara fram á keppnisvellinum sjálfum sem er gervigrasvöllur.
Æfingin í dag gekk vel og koma leikmenn ágætlega undan síðasta leik og ferðalaginu hingað frá Ísrael. Hallbera og Dóra María tóku því rólega á æfingunni í dag en verða með á morgun. Þá verða tvær æfingar eins og á miðvikudaginn.
Leiktíminn er nokkuð óvenjulegur á fimmtudaginn en leikurinn hefst kl. 14.00 að staðartíma eða kl. 12:00 að íslenskum tíma. Vel fer um hópinn hér á Möltu og tilhlökkunin að vaxa fyrir verkefninu. Við munum flytja fréttir héðan og fylgjast með helstu atriðum leiksins á fimmtudaginn á Facebook síðu KSÍ.