A kvenna - Hópurinn mættur til Möltu
Kvennalandsliðið kom til Valetta í Möltu í dag eftir næturferðalag frá Tel Aviv. Leikið verður gegn heimastúlkum næstkomandi fimmtudag, 10. apríl, og hefst leikurinn kl. 14:00 að staðartíma eða kl. 12:00 að íslenskum tíma.
Það var ekki mikil hvíldin sem hópurinn fékk eftir sigurinn gegn Ísrael í gær því að farið var af stað af hótelinu í Tel Aviv kl. 02:00 að staðartíma, aðfararnótt sunnudags. Um 12 tímum síðar var svo hópurinn kominn á hótel hér í Valetta á Möltu og er að koma sér fyrir þar. Það eru því margir lúnir og þreyttir eftir ferðalagið og fer dagurinn í dag eingöngu í hvíld. Ferðalagið gekk þó ágætlega enda ætíð auðveldara að ferðast með þrjú stig í fararteskinu.
Æft verður svo á morgun og verður fyrsta æfingin á grasi en aðrar æfingar verða á gervigrasi enda verður leikið á slíku á fimmtudaginn. Aðstæður hér virðast í fínu lagi þó svo að hópurinn sé ekki búinn að líta mikið í kringum sig.