• lau. 05. apr. 2014
  • Landslið

U19 kvenna - Tap í fyrsta leik gegn Skotum

UEFA EM U19 kvenna
WU19_Portrait_Master_Dark_cmyk-01

Stelpurnar í U19 hófu í dag leik í milliriðlum EM en riðill þeirra er leikinn í Króatíu.  Stelpurnar biðu lægri hlut gegn Skotum, 5 - 1, eftir að Skotar höfðu leitt í leikhléi, 3 - 1.

Tómas Þóroddsson sendi okkur þessa skýrslu frá leiknum:

"Íslenska kvennalandslið U19 ára lék sinn fyrsta leik í milliriðli evrópumótsins í knattspyrnu í dag. Leikið er í Króatíu og var fyrsti leikurinn gegn skosku stúlkunum. Úrslit leiksins voru ekki eins og vonir stóðu til, en Skotar unnu 5-1 sem reyndar var full stórt.

Byrjunarlið Íslands var skipað eftirtöldum leikmönnum: Ásta, Eyrún, Ingibjörg, Guðrún, Hrafnhildur, Karitas, Hildur, Elín Metta, Svava, Hanna og Telma.

Áður en mínúta var liðin af leiknum skoruðu Skotar eftir einbeitingarleysi í vörn íslensku stúlknana. Íslendingar rifu sig upp og ātti Svava m.a tvo frábæra spretti. Skotar foru í næstu sókn sína á 10. min og fengu upp úr henni horn sem þær nýttu vel, en Íslendingar gleymdu að dekka. Staðan orðin 2-0. Fljótlega áttu bæði Elín Metta og Telma ágætis færi.

Ísendingar voru meira með boltann, en það er ekki alltaf nóg. Á 22. min komust Skotar í 3-0 með snyrtilegu marki af um 20 metra færi.

Þjálfarar Íslands gerðu smá breytingar, er Svava fór á vinstri, Telma a hægri, Elín upp og Hanna fyrir aftan senter. Þessar breytingar skiluðu sér fljótt.

Á 40. min komst Elín Metta ein í gegn, en markmaður Skota varði vel. Fjórum mínútum seinna átti Telma snyrtilega sendingu á Svövu sem var sloppin ein í gegn, lék á markmanninn og skoraði. Virkilega vel gert og skárra að fara inn í hàlfleikinn með það að vera búin að skora eitt mark.

Íslensku stelpunar byrjuðu seinni hálfleik af krafti og á 51. min átti Telma klóka sendingu inn á Svövu sem átti frábæra mottöku, en markmaður Skota varði meistaralega.

Å 56. min fengu Íslendingar horn eftir þvögu og síðan skot frá Guðrúnu björguðu Skotar á línu. Mínútu síðar slapp Elín Metta ein í gegn, en markmaðurinn bjargaði með góðu úthlaupi.

Stuttu síðar ver Ásta glæsilega skot frá Skotum.

Þegar rúmar tuttugumínútur voru eftir af leiknum kemur Hulda inn fyrir Hönnu. Mínútu síðar skora Skotar eftir einbeitingaleysi Íslenska liðsins og staðan orðin 4-1. Á 72. min kemur Eyrún út og Ingunn inn. Mínútu síðar klára Skotar leikinn endalega með fimmta marki sínu. Á 82. min kom Lilly inn fyrir Hildi.

Lítið markvert gerðist undir lok leiksins og sanngjarn sigur Skota staðreynd. Þess má hins vegar geta að Íslendingar voru meira með boltann á vallarhelmingi andstæðingana og sköpuðu sér ekki færri færi en Skotar. Skotanir hins vegar nýttu öll sín færi og þannig vinnast leikir. Skotar hafa tekið kvennastarf sitt í gegn og hafa verið miklar framfarir hjá þeim.

Næsti leikur okkar stelpna er gegn Rússum, en þær gerðu jafntefli við Króata í dag. Sá leikur er mánudaginn 7. apríl kl 13.30 á íslenskum tíma."