• þri. 01. apr. 2014
  • Landslið

Undirbúningsmót UEFA fyrir leikmenn fædda 1998 og síðar - Uppfært

uefa-logo-biglandscape
uefa-logo-biglandscape

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 18 leikmenn í landslið Íslands sem tekur þátt í undirbúningsmóti UEFA í Belfast í apríl. Um er að ræða fjögurra liða mót fyrir leikmenn fædda 1998 og síðar.  Leikmennirnir í íslenska hópnum koma frá 11 félagsliðum víðs vegar af landinu, og einn leikmaður er á mála hjá sænska liðinu FC Rosengård.


Íslenska liðið mun mæta Norður-Írlandi, Wales og Færeyjum og eru leikdagarnir 13., 14. og 16 apríl.  Sams konar mót fór fram á síðasta ári, einnig í Belfast, og voru þátttökuþjóðirnar þær sömu.

Nafn Félag
Kristín Þóra Birgisdóttir Afturelding
Kristín Alfa Arnórsdóttir Breiðablik
Elena Brynjarsdóttir Breiðablik
Agla María Albertsdóttir Breiðablik
Andrea Celeste Thorisson FC Rosengård (Svíþjóð)
Ingibjörg Rún Óladóttir FH
Harpa Harðardóttir FH
Jasmín Erla Ingadóttir Fjölnir
Harpa Jóhannsdóttir KA
Saga Líf Sigurðardóttir KA
Anna Rakel Pétursdóttir KA
Una Margrét Einarsdóttir Keflavík
Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir Sindri
Dagmar Pálsdóttir Víkingur R.
Stefanía Ásta Tryggvadóttir Víkingur R.
Karen Sif Jónsdóttir Þór
Andrea Mist Pálsdóttir Þór
Telma Ívarsdóttir Þróttur Nes.
Upplýsingar um hópinn og æfingar