U17 karla mætir Portúgölum í dag
U17 landslið karla mætir Portúgal í dag, mánudag, lokaleik sínum í milliriðli EM sem er einmitt leikinn þar í landi. Lið heimamanna er ógnarsterkt og hafa þeir þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins og þar með sæti í úrslitakeppninni, með því að leggja Letta og Úkraínumenn með þremur mörkum gegn engu. Báðir leikir riðilsins hefjast kl. 15:00 að íslenskum tíma.