• mán. 31. mar. 2014
  • Landslið

Lillý Rut Hlynsdóttir valin í U19 kvenna

UEFA EM U19 kvenna
WU19_Portrait_Master_Dark_cmyk-01

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur gert breytingu á leikmannahópi U19 landsliðs kvenna fyrir milliriðla EM, sem fram fara í Króatíu í apríl.  Sandra María Jessen úr Þór/KA er meidd og getur ekki leikið með íslenska liðinu, og í hennar stað hefur Lillý Rut Hlynsdóttir verið valin, en hún kemur einnig úr liði Þórs/KA.

Leikdagarnir eru 5., 7. og 10 apríl og er Ísland í riðli með Króatíu, Skotlandi og Rússlandi.  Liðið sem hafnar í efsta sæti kemst í úrslitakeppnina, sem fram fer í Noregi í júlí.

Fyrri frétt um hópinn

Æfing:

Miðvikudagur 2. apríl.  

Stjörnuvöllur kl. 17:30-18:30 (mæting kl. 17:15). 

Ýmsar upplýsingar