Þóra Björg og Dóra María komnar í 100-leikja klúbbinn
Katrín Jónsdóttir er sem kunnugt er lang leikjahæsti leikmaður A-landsliðs kvenna frá upphafi. Hún lék alls 133 leiki og var Edda Garðarsdóttir önnur til að rjúfa 100 leikja múrinn, en það gerði hún á árinu 2013.
Á Algarve-mótinu í ár bættust svo tveir leikmenn í þennan 100-leikja hóp. Þóra B. Helgadóttir lék sinn 100. leik í 2-1 sigri á Noregi, fyrsta leik mótsins. Hún stóð einnig á milli stanganna í lokaleiknum, 2-1 sigri á Svíum í leik um 3. sætið á mótinu, og er því komin með 101 A-landsleik. Í Svíaleiknum náði Dóra María Lárusdóttir, sem kom við sögu í öllum leikjum íslenska liðsins á Algarve-mótinu í ár, þeim áfanga að leika sinn 100. A-landsleik.
Þess má geta að í fyrsta leik Dóru Maríu hún kom inn á sem varamaður í 10-0 sigri á Pólverjum á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 2005. Það tók hana 5 mínútur að skora sitt fyrsta landsliðsmark, tíunda mark Íslands í leiknum. Fyrsti leikur Þóru var vináttuleikur gegn Bandaríkjunum í maí 1998 og kom hún inn á þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum, sem fram fór í Betlehem (Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum).