• fös. 28. mar. 2014
  • Landslið

A kvenna - Ísland upp um 3 sæti á heimslista FIFA

Algarve-2014---Island---Svithjod---0464

Íslenska kvennalandsliðið fór upp um 3 sæti á heimslista FIFA en íslenska liðið er núna í 16. sæti listans. Frábært gengi Íslands á Algarve-mótinu, þar sem Ísland vann bronsverðlaun, hafa mikil áhrif á listann.

 Ísland vann þrjá af fjórum leikjum liðsins á mótinu. Bandaríkin eru enn sem áður á toppnum á heimslistanum en liðið náði einungis einu stigi á Algarve-mótinu. Þýskaland er í öðru sæti á listanum en liðið vann Algarve-mótið nokkuð örugglega sem ýtir liðinu ofar á listanum. 

Íslenska liðið leikur í byrjun apríl við Ísrael og Möltu í undankeppni HM 2015.


Styrkleikalisti FIFA

A-landslið kvenna lauk árinu 2013 í 19. sæti á styrkleikalista FIFA, og lækkaði þar með um fjögur sæti milli ára.  Árin tvö á undan var íslenska liðið í 15. sæti listans, sem er jafnframt hæsta staða sem Ísland hefur náð á listanum.  Meðalstaða Íslands frá því listinn var fyrst birtur er 17. sæti og hefur liðið lægst farið niður í sæti númer 21 árin 2006 og 2007.  

FIFA-listi kvennalandsliða 2013

Mánuður Sæti
Desember 19
Ágúst 15
Júní 15
Mars 15

Styrkleikalisti FIFA fyrir kvennalandslið er gefinn út fjórum sinnum á ári. Á honum eru u.þ.b.120 virk landslið, þ.e. landslið sem léku opinbera landsleiki á liðnu ári.