• fim. 27. mar. 2014
  • Landslið

Ný UEFA-keppni A-landsliða karla

uefa-logo-biglandscape
uefa-logo-biglandscape

Á þingi UEFA sem haldið var í vikunni í Astana í Kasakstan, samþykktu öll 54 aðildarlöndin að stofna sérstaka keppni A-landsliða karla, sem verður leikin samhliða undankeppnum EM og HM og fer þessi nýja UEFA-keppni fyrst fram að lokinni úrslitakeppni HM 2018.

Nákvæmt fyrirkomulag keppninnar verður kynnt síðar, en þó liggur fyrir að aðildarlöndunum verður skipt í fjóra styrkleikaflokka/deildir og verður leikið í riðlakeppni innan hvers styrkleikaflokks fyrir sig.  Þannig mætast eingöngu lið innan viðkomandi styrkleikaflokks.  

Þessi nýja keppni er í raun þríþætt – keppt er um sigur í mótinu, keppt er um að komast upp um deild/styrkleikaflokk og keppt er um aukasæti í lokakeppni EM.

Nánar í frétt uefa.com