• mið. 26. mar. 2014
  • Landslið

Tveggja marka tap gegn Úkraínu

UEFA EM U17 karla
U17_Portrait_Master_Dark_cmyk-01

U17 landslið karla tapaði gegn Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM U17 landsliða karla, en liðin mættust á Municipal de Tabua leikvanginum í Tabua í Portúgal í dag, miðvikudag.  Úkraínumenn komust yfir með marki á annarri mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks og bættu svo við marki á þriðju mínútu seinni hálfleiks.  Þar við sat og þrátt fyrir ágætis tilburði íslenska liðsins tókst því ekki að minnka muninn.  Jafnræði var með liðunum í leiknum og því grátlegt að ná ekki stigi. 

Í hinum leik dagsins unnu heimamenn, Portúgalar, 3-0 sigur á Lettum, sem verða mótherjar Íslands í næsta leik, á föstudag.  Það lið sem hafnar í efsta sæti riðilsins fer í úrslitakeppnina.