Undirbúningur fyrir úrslitakeppni EM U17 kvenna 2015 hafinn
Úrslitakeppni EM U17 landsliða kvenna fer fram á Íslandi sumarið 2015. Undirbúningur er þegar hafinn, bæði hjá UEFA og KSÍ og mun sendinefnd frá UEFA heimsækja Ísland í þessari viku. Fundað verður um ýmis mál – stjórnun og umsjón, skipulag, aðstöðu, starfsfólk og fleira – auk þess sem aðstæður verða skoðaðar á hótelum, og mögulegum æfingasvæðum og keppnisvöllum.
Fyrir sendinefnd evrópska knattspyrnusambandsins fer Mikael Salzer, yfirmaður kvennaknattspyrnu hjá UEFA. Mótsstjóri EM U17 fyrir hönd Knattspyrnusambands Íslands verður Klara Bjartmarz, starfsmaður KSÍ.