• mið. 19. mar. 2014
  • Fræðsla

Súpufundur um ferðakostnað knattspyrnufélaga beint á Sport TV - FRESTAÐ UM EINA VIKU!

11.-supufundur
11.-supufundur

Miðvikudaginn 26. mars klukkan 12.00-13.00 mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er ferðakostnaður knattspyrnufélaga. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð.

Fundurinn verður sýndur beint á Sport TV (www.sporttv.is) og hefst útsending kl. 12.05. Áhugasamir aðilar sem ekki komast á staðinn geta því farið inn á heimasíðuna

og fylgst með fundinum í beinni útsendingu.

Fyrirlesarar eru Halla Kjartansdóttir og Bjarni Ólafur Birkisson. Halla er starfsmaður ÍSÍ í ferðasjóði íþróttafélaga og mun hún útskýra reglur og starfsemi sjóðsins. Í kjölfarið mun Bjarni Ólafur, formaður Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar, kynna hugmyndir sínar um jöfnunarsjóð knattspyrnufélaga en Bjarni situr í nefnd innan KSÍ sem fjallar um ferðakostnað félaganna.

KSÍ hvetur forráðamenn félaga til að fjölmenna á fundinn, en tillögur Bjarna snúa að öllum knattspyrnufélögum landsins og kostnað þeirra vegna ferðalaga í mót á vegum KSÍ.

Aðgangur er ókeypis og fundargestir fá súpu og brauð í boði KSÍ. Vinsamlegast boðið komu ykkar með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is.