Frosti og Gunnar á aðstoðardómararáðstefnu UEFA
FIFA aðstoðardómararnir, Frosti Viðar Gunnarsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson, eru þessa dagana staddir í Lissabon í Portúgal þar sem þeir sitja UEFA ráðstefnu fyrir aðstoðardómara. Þetta er í fyrsta sinn sem UEFA heldur slíka ráðstefnu sem einblínir eingöngu á aðstoðardómara.
Mikið er lagt í ráðstefnuna og eru fremstu fyrirlesarar og þjálfarar dómara sem koma þarna fram. Má þar t.d. nefna: Hugh Dallas, Werner Helsen, Philip Shapr og Leif Lindberg en þeir tveir síðastnefndu hafa báðir verið aðstoðardómarar á úrslitaleik HM. Allir þátttakendur ganga í gegnum ítarleg próf, bæði í túlkun reglna sem og í líkamlegu atgervi.