• þri. 04. mar. 2014
  • Landslið

Dóra María varafyrirliði íslenska landsliðsins

Dora-Maria-Larusdottir

Dóra María Lárusdóttir er orðin varafyrirliði íslenska landsliðsins en þetta var tilkynnt á fundi með liðinu í kvöld á Algarve. Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði liðsins en hún tók við fyrirliðabandinu af Margréti Láru Viðarsdóttur sem er frá keppni þar sem hún ber barn undir belti. Dóra segist stolt af því að fá þetta nýja hlutverk með liðinu. 

„Það er gaman að fá að gegna þessu hlutverki og jafnframt mikill heiður. Ég hef spilað lengi með landsliðinu og auðvitað vill maður gegna stóru hlutverki í hópnum. Ég mun áfram sem áður gera mitt besta með íslenska landsliðinu - innan vallar sem utan.” 

Dóra hefur leikið 96 landsleiki fyrir A-landsliðið og hefur hún skorað 15 mörk í þeim.