U21 landsliðshópurinn sem fer til Kasakstan
U21 landslið karla mætir Kasakstan í undankeppni EM 2015 ytra þann 5. mars næstkomandi, sama dag og A karla leikur vináttuleik gegn Wales í Cardiff og A kvenna mætir Þýskalandi í Algarve-bikarnum. Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 karla, hefur tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir leikinn í Astana.
U21 landsliðshópurinn
Markmann | Fæddur | Leikir | Mörk | Fyrirliði | Félag |
Rúnar Alex Rúnarsson | 180295 | 6 | N Sjælland | ||
Frederik August Albrecht Schram | 190195 | OB | |||
Aðrir leikmenn | |||||
Hörður Björgvin Magnússon | 110293 | 10 | Spezia | ||
Jón Daði Böðvarsson | 250592 | 10 | 2 | Viking | |
Guðmundur Þórarinsson | 150492 | 9 | Sarpsborg | ||
Emil Atlason | 220793 | 7 | 7 | KR | |
Andri Rafn Yeoman | 180492 | 6 | Breiðablik | ||
Arnór Ingvi Traustason | 300493 | 6 | 1 | Norrkoping | |
Brynjar Gauti Guðjónsson | 270292 | 6 | 1 | ÍBV | |
Hólmbert Friðjónsson | 190493 | 6 | 1 | Celtic | |
Kristján Gauti Emilsson | 260493 | 6 | FH | ||
Sverrir Ingi Ingason | 050893 | 6 | 1 | 6 | Viking |
Hjörtur Hermannsson | 080295 | 5 | PSV | ||
Orri Sigurður Ómarsson | 180295 | 5 | AGF | ||
Emil Pálsson | 100693 | 4 | FH | ||
Árni Vilhjálmsson | 090594 | 2 | Breiðablik | ||
Gunnar Þorsteinsson | 100294 | 2 | ÍBV | ||
Tómas Óli Garðarsson | 251093 | 2 | Breiðablik | ||
Liðsstjórn | Hlutverk | ||||
Eyjólfur Sverrisson | Þjálfari | ||||
Tómas Ingi Tómassson | Aðst. þjálfari | ||||
Hjalti Kristjánsson | Læknir | ||||
Róbert Magnússon | Sjúkraþjálfari | ||||
Þórður Þórðarson | Markmannsþjálfari | ||||
Lúðvík Jónsson | Búningastjóri | ||||
Guðlaugur Kristinn Gunnarsson | Liðsstjóri | ||||
Vignir Þormóðsson | Aðalfararstjóri | ||||
Gísli Gíslason | Fararstjóri |
Lykilleikur í riðlinum
Leikurinn er gríðarlega mikilvægur, því með sigri getur íslenska liðið náð 9 stiga forskoti á Kasakstan, sem er í þriðja sæti riðilsins. Frakkar sitja sem stendur á toppi riðilsins með fullt hús stiga úr fimm leikjum og geta treyst stöðu sína enn betur þann 4. mars, daginn áður en Ísland á leik, þegar þeir mæta Hvít-Rússum í Le Mans í Frakklandi. Næstu umferðir í riðlinum eru svo ekki fyrr en í september og eru það lokaumferðirnar.