Chris Coleman, landsliðsþjálfari Wales, hefur tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir vináttuleikinn við Íslendinga, sem fram fer í Cardiff þann 5. mars næstkomandi. Coleman tilkynnir 23 manna hóp og tilkynnir jafnframt 12 leikmenn utan hóps til vara.
Þekktasti leikmaðurinn í welska hópnum er án vafa Gareth Bale, leikmaður Real Madrid, en hann er jafnframt eini leikmaðurinn sem er á mála hjá félagsliði utan Bretlandseyja.