Undankeppni EM 2016 - Ísland leikur gegn Hollandi í A riðli
Dregið var í dag í undankeppni EM 2016 en úrslitakeppnin fer fram í Frakklandi það ár. Dregið var í Nice í Frakklandi og er óhætt að segja að íslenska liðinu bíði spennandi og krefjandi verkefni. Ísland var í 5. styrkleikaflokki og var dregið í A riðil ásamt: Hollandi, Tékklandi, Tyrklandi, Lettlandi og Kasakstan.
Fyrstu leikirnir fara fram 7. – 9. september en leikjaniðurröðun mun liggja fyrir síðar í dag.
Árangur Íslands hingað til gegn þessum mótherjum okkar er ærið misjafn eins og sjá má hér að neðan.
Árangur Íslands hjá A karla gegn mótherjum í undankeppni EM 2016:
Holland - 0 sigrar - 2 jafntefli - 10 töp
Tékkland - 1 sigur - 0 jafntefli - 2 töp (Tékkóslóvakía 0 sigrar - 1 jafntefli - 4 töp
Tyrkland - 4 sigrar - 2 jafntefli - 1 tap
Lettland - 1 sigur - 1 jafntefli - 2 töp
Kasakstan - Ekki mæst áður
Tvær efstu þjóðir hvers riðils tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Frakklandi 2016 ásamt þeirri þjóð með bestan árangur í þriðja sæti úr riðlunum níu. Þær átta þjóðir sem eftir sitja svo í þriðja sæti riðlanna mætast í umspilsleikjum.
Smelltu hérna til að sækja veggspjald með leikdögum á.