Ólöglegir leikmann hjá Þrótti Reykjavík
Skrifstofa KSÍ hefur staðfest að Þróttur Reykjavík tefldi fram ólöglegu liði gegn Fylki í leik í Reykavíkurmótinu sem fram fór 26. janúar síðastliðinn. Úrslit leiksins er því breytt, í samræmi við grein 40.1 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, og Fylki dæmdur sigur 0 - 3.
Samkvæmt reglum KSÍ um knattspurnumót segir í grein 40.1:
Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks og félag sem notar leikmann í leikbanni, telst hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Félag sem notar þjálfara eða forystumann sem er í leikbanni skal sæta sektum og viðkomandi frekara leikbanni í samræmi við ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar. Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð allt að kr. 50.000. Félag, sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, skal sæta sektum að upphæð allt að kr. 300.000 sé brotið framið í meistaraflokki. Sé brotið framið í öðrum flokkum skal sektin vera allt að kr. 50.000.
Neðangreindir leikmenn léku ólöglegir með Þrótti R:
Leikur: Þróttur R. – Fylkir
Dagsetning: 26. janúar 2014
Nöfn leikmanna:
Ísleifur Örn Guðmundsson spilar með Þróttur R.. Skráður í: Kári
Guðmundur Óli Steingrímsson spilar með Þróttur R.. Skráður í: Völsungur
Kristján Steinn Magnússon spilar með Þróttur R.. Skráður í: Dalvík
Ragnar Pétursson spilar með Þróttur R.. Skráður í: ÍBV
Gunnar Oddgeir Birgisson spilar með Þróttur R.. Skráður í: Njarðvík
Kevin Masirika spilar með Þróttur R.. Skráður í :Félag óþekkt
Matthew Robert Eliason spilar með Þróttur R.. Skráður í :Félag óþekkt
Í samræmi við ofangreinda reglugerð er úrslitum leiksins breytt í 0 - 3 og Þróttur R er sektað um kr. 50.000.-.
Úr ábendingum sem sendar voru til þátttakenda í Reykjavíkurmóti meistaraflokks:
Félag, sem notar leikmann sem ekki hefur keppnisleyfi með því eða notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, telst hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Staðfesti skrifstofa KSÍ að þátttakandi hafi verið óhlutgengur í leik skal mótanefnd þegar í stað skrá úrslit leiksins skv. ofangreindu og tilkynna það viðkomandi félögum. Heimilt er að kæra slíka skráningu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og skal kærufrestur telja frá þeim degi sem tilkynningin er gefin út. Viðkomandi félög verða sektuð samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.