• fös. 24. jan. 2014
  • Landslið

Dregið í undankeppni EM 2016 sunnudaginn 23. febrúar

UEFA EURO 2016
Logo2016_Prt_Full_OnWht

Sunnudaginn 23. febrúar verður dregið í undankeppni EM 2016 og verður Ísland í fimmta styrkleikaflokki.  Dregið verður í átta 6 liða riðla og einn 5 liða riðil en í fyrsta skipti verða 24 þjóðir sem leika í úrslitakeppninni sem fer fram í Frakklandi 2016.

Efstu tvær þjóðir hvers riðils munu tryggja sér sæti í úrslitakeppninni ásamt þeirri þjóð sem bestan árangur verður með í þriðja sæti.  Hinar átta þjóðirnar sem lenda í þriðja sæti síns riðils munu svo leika umspilsleiki um fjögur laus sæti í úrslitakeppninni.

Í fyrsta skiptið sendir nýjasta aðildarþjóð UEFA, Gíbraltar, lið til þátttöku hjá A landsliði karla.  Alls verða því 53 þjóðir í pottinum þegar dregið verður en gestgjafarnir, Frakkar, fá sjálfkrafa sæti í úrslitakeppninni.  Frökkum verður þó bætt í þann riðil, eftir að dregið verður, sem inniheldur fimm þjóðir og mun leika vináttulandsleiki við þær þjóðir á sama tíma og aðrir landsleikir fara fram.

Styrkleikaflokkarnir eru 6 talsins og er ein þjóð úr hvorum flokki dregin í hvern riðil.  Flokkarnir eru eftirfarandi:

Flokkur 1: Spánn, Þýskaland, Holland, Ítalía, England, Portúgal, Grikkland, Rússland, Bosnía og Hersegóvína

Flokkur 2: Úkraína, Króatía, Svíþjóð, Danmörk, Sviss, Belgía, Tékkland, Ungverjaland, Írland

Flokkur 3: Serbía, Tyrkland, Slóvenía, Ísrael, Noregur, Slóvakía, Rúmenía, Austurríki, Pólland

Flokkur 4: Montenegro, Armenia, Scotland, Finland, Latvia, Wales, Bulgaria, Estonia, Belarus

Flokkur 5: Ísland, Norður Írland, Albanía, Litháen, Moldóva, Makedónía, Aserbaídsjan, Georgía, Kýpur

Flokkur 6: Luxemborg, Kasakstan, Liechtenstein, Færeyjar, Malta, Andorra, San Marínó, Gíbraltar

Leikdagar undankeppninnar verða með öðru sniði en áður og dreifast á fleiri daga en áður en leikdagana má sjá hér að neðan. 

UEFA EURO 2016/Leikdagar
Leikdagur  1:  7–9 September 2014
Leikdagur  2:  9–11 Október 2014
Leikdagur  3:  12–14 Október 2014
Leikdagur  4:  14–16 Nóvember 2014
Leikdagur  5:  27–29 Mars 2015
Leikdagur  6:  12–14 Júní 2015
Leikdagur  7:  3–5 September 2015
Leikdagur  8:  6–8 September 2015
Leikdagur  9:  8–10 Október 2015
Leikdagur  10:  11–13 Október 2015

Umspil, fyrri leikur:  12–14 Nóvember 2015
Umspil, seinni leikur:  15–17 Nóvember 2015
Dregið í úrslitakeppni:  12 Desember 2015
Úrslitakeppni (Frakklandi):  10 júní–10 Júlí 2016