• þri. 21. jan. 2014
  • Landslið

Sænskur sigur í Abu Dhabi

Arnór Smárason í leik gegn Svíum í Abu Dhabi
ISland---Svithjod-21-jan-2014---0434

Svíar lögðu Íslendinga í vináttulandsleik í dag sem leikinn var í Abu Dhabi í Sameinuðu Furstadæmunum.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Svía eftir að þeir höfðu leitt með einu marki í leikhléi.

Íslenska liðið byrjaði leikinn nokkuð vel en fyrra mark Svía kom eftir snögga sókn á 33. mínútu leiksins.  Skömmu áður fékk Arnór Smárason mjög gott færi en skalli hans fór framhjá.  Íslenska liðið byrjaði svo síðari hálfleikinn af krafti og var Matthías Vilhjálmsson hársbreidd frá því að jafna metin í upphafi en markvörður Svía varði vel í hornspyrnu.  Sænska liðið komst svo betur inn í leikinn og bættu við marki á 63. mínútu.  Eftir það var leikurinn heldur rólegur, Svíar fengu tvö ágætis færi og Guðmundur Þórarinsson átti skot í utanverða stöngina.  Þegar dómari leiksins flautaði til leiksloka gátu Svíar fagnað tveggja marka sigri.  Þetta var annar vináttulandsleikur Svía í Abu Dhabi á nokkrum dögum, þeir lögðu Moldóva 2 - 1 síðastliðinn föstudag.