Kristinn og Sigurður Óli til Englands
Kristinn Jakobsson og Sigurður Óli Þorleifsson fara í vikunni til Englands þar sem þeir munu fylgja, og fylgjast með, dómarateymum í tveimur leikjum. Fyrri leikurinn er á milli Arsenal og Fulham og sá seinni er Chelsea gegn Manchester United.
Þeir munu einnig æfa með enskum úrvalsdeildardómurum, sitja fyrirlestra og fara yfir atvik á upptökum svo eitthvað sé nefnt. Það er Mike Riley, yfirmaður dómaramála ensku úrvalsdeildarinnar, sem stendur á bakvið þetta boð.