• fös. 10. jan. 2014
  • Fræðsla

Námskeið í endurlífgun fyrir sjúkraþjálfara 10. og 11. febrúar

Læknaráðstefna 2013
DSC01160

Námskeið í endurlífgun verður haldið fyrir sjúkraþjálfara þann 10. og 11. febrúar 2014.  Um eitt námskeið er að ræða en hægt að velja á milli tveggja dagsetninga. Námskeiðið hefst kl. 17:00 báða dagana og lýkur um kl. 22:00. Hámarksfjöldi á hvort námskeið 24 og þarf að skrá sig hjá KSÍ fyrir 1. febrúar 2014. (dagur@ksi.is )

Skráningu þarf að fylgja staðfesting á að viðkomandi starfi sem sjúkraþjálfari hjá aðildarfélagi KSÍ.   Umsjón með námskeiðinu hafa Reynir Björnsson og Sveinbjörn Brandsson læknar hjá KSÍ.

Bráðaskólinn mun sjá um kennslu í endurlífgun og samanstendur hún af fyrirlestri, efni sem þáttakendur fá á PDF formi, verklegri kennslu og að lokum smá verklegu mati þar sem hver og einn fær stutt tilfelli sem hann þarf að leysa fyrir framan kennara.

Einnig verður farið stuttlega í mat og meðferð á höfuðhöggum og meðferð brota.

Markmið þessa námskeiðs er að gera sjúkraþjálfara öruggari að takast á við bráðatilvik á knattspyrnuvellinum þar sem þeir eru oft eina heilbrigðisstarfsfólkið og geta gert einfalda og fáa hluti vel. Kynna fyrir þeim hjartastuðtækin og notkun þeirra.

Boðið verður uppá kvöldhressingu.