• fös. 10. jan. 2014
  • Fræðsla

Námskeið ætlað þjálfurum og markmannsþjálfurum

Þjálfari að störfum
coaching3

Helgina 31. jan.-2. feb. mun KSÍ halda námskeið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal og í Hamarshöllinni í Hveragerði sem ætlað er að efla þjálfun markmanna hér á landi. Námskeiðið er ætlað öllum þjálfurum sem vilja bæta sig í þjálfun markmanna, jafnt almennum þjálfurum sem og markmannsþjálfurum.

Námskeiðið mun m.a. gefa þjálfurum verkfæri til að vinna með sínum markmönnum, t.d. hvað þurfi að leggja áherslu á við gerð æfingaáætlunar. Einnig verður farið í það hvernig á að vinna með markmenn út frá:

-          grunnstöðu,

-          tækni,

-          skotum,

-          staðsetningu,

-          fyrirgjöfum,

-          koma bolta í leik hratt,

-          upphitunarrútína markvarða o.s.frv.

Þjálfurum býðst að taka markmann/markmenn með sér í verklega hluta námskeiðsins og fá þar góða kennslu og leiðbeiningu um það hvernig árangursríkast er að æfa.

Dagskrá námskeiðsins er í grófum dráttum þessi:

Föstudagur, 31. janúar

16.00-19.00        Bóklegt í höfuðstöðvum KSÍ

Laugardagur, 1. febrúar

9.00-11.00 og 12.00-16.00            Verklegt í Hamarshöllinni í Hveragerði

Sunnudagur, 2. febrúar

9.00-12.00 og 13.00-16.00            Verklegt í Hamarshöllinni í Hveragerði

Kennarar á námskeiðinu verða þeir Guðmundur Hreiðarsson, Halldór Björnsson og Ólafur Pétursson.

Námskeiðsgjaldið er 17.000 kr. Hægt er að greiða við komuna á námskeiðið og eins er hægt að leggja inn á reikning KSÍ (0101-26-700400, kt. 7001693679) og senda kvittun á dagur@ksi.is. Ef félagið hyggst greiða, þá þarf framkvæmdastjóri félagsins eða yfirþjálfari þess að staðfesta það við undirritaðan.

Skráning er hafin. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig með því að senda nafn, kennitölu, félag og símanúmer á dagur@ksi.is.