• fös. 20. des. 2013
  • Landslið

Íslenskt landsliðsfólk heimsótti Barnaspítala Hringsins

Heimskona-a-Landspitala-JOL-2013---0022

Dóra María Lárusdóttir og Gunnleifur Gunnleifsson, landsliðsfólk, heimsóttu í gær Barnaspítala Hringsins en þau komu í jólaskapi með gjafir handa þeim frábæru krökkum sem dvelja þar. 

Krakkarnir fengu fótboltabækur, veggspjöld og auðvitað fótbolta. Einnig fékk Barnaspítalinn landsliðstreyju áritaða af karlalandsliðinu en treyjan var árituð fyrir umspilsleikina gegn Króatíu.

Krakkarnir voru himinlifandi að fá þessa heimsókn og voru flest, ef ekki öll, staðráðinn að skella sér í fótbolta sem fyrst. 

Smellið hérna til að skoða fleiri myndir frá heimsókninni.