Glæsileg ráðstefna um unglingaþjálfun - Lækkað verð
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) í samvinnu við knattspyrnuþjálfarafélög á Norðurlöndum kynna glæsilega ráðstefnu um unglingaþjálfun. Ráðstefnan er haldin í nýjum höfuðstöðvum enska knattspyrnusambandsins í St George´s Park.
Engu er til sparað og er ráðstefnan, sem fer fram dagana 2.-5. janúar 2014 og er öll hin glæsilegasta, metin sem UEFA-B endurmenntun. Hverju þátttökulandi er úthlutað ákveðnum takmörkuðum fjölda sæta á ráðstefnuna.
LÆKKAÐ VERÐ
Við getum nú boðið meðlimum okkar lækkað verð á ráðstefnuna.
Verð 950 evrur í tvíbýli og 1200 evrur í einbýli á Hilton hótelinu sem er á svæðinu. Þessi verð eru fyrir utan flug til og frá Keflavík en við mælum með að flogið sé til Manchester.
Allar máltíðir og kaffi á meðan ráðstefnu stendur er innifalið í verðinu sem og námskeiðsgögn !
Rútur sækja námskeiðsgesti á flugvöllinn og tilbaka að námskeiði loknu.
Dagsetning : 2.- 5. janúar 2014
Heimasíða ráðstefnunnar : www.nordiccoaches.com
Til þess að geta sótt um þessa ferð er nauðsynlegt fyrir umsækjanda að vera skráður meðlimur í KÞÍ og hafa greitt þar árgjöld.
Til að skrá sig í KÞÍ er best að fara inn á vefinn www.kthi.is og hægra megin á síðunni smellir þú á tengilinn „gerast félagi í KÞÍ“
Staðfest skráningfer fram á netfangið kristjang@remax.is
Komdu með á fyrstu sameiginlegu ráðstefnu Norrænu Knattspyrnuþjálfarafélaganna og gerum hana að árlegum viðburði...