• þri. 10. des. 2013
  • Fræðsla

Arnar Bill Gunnarsson ráðinn fræðslustjóri KSÍ

Arnar Bill Gunnarsson
arnar_bill

Arnar Bill Gunnarsson hefur verið ráðinn fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands og tekur við af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni þann 1. febrúar næstkomandi. 

Arnar Bill hefur starfað síðustu ár hjá Breiðabliki, fyrst sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla svo sem yfirþjálfari yngri flokka en hefur síðasta ár verið aðalþjálfari 2. og 3. flokks karla.  Hann mun starfa hjá Breiðabliki þangað til hann hefur störf hjá Knattspyrnusambandinu.  Arnar Bill hefur einnig þjálfað hjá Álftanesi og FH en hann er íþróttafræðingur B.sc. frá Háskóla Íslands og er með UEFA A þjálfaragráðu.