U19 karla mætir ríkjandi Evrópumeisturum - U17 karla mætir Portúgal
Dregið hefur verið í milliriðla EM U17 og U19 karla 2014, en drátturinn fór fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í dag, fimmtudag.
Í EM yngri landsliða 2014 er fyrst leikið í undankeppni þar sem leikið er í fjögurra liða riðlum. Tvö lið komast upp úr hverjum riðli og leika þá aftur í fjögurra liða milliriðlum. Sigurvegarar þeirra riðla komast í átta liða úrslitakeppni (7 sigurvegarar milliriðla og 1 mótshaldari).
Milliriðill EM U17 karla 2014
Ísland komst í milliriðil fyrir EM U17 karla 2014 með því að hafna í efsta sæti síns riðils í undankeppninni, þar sem m.a. ógnarsterkt lið Rússa, sem voru gestgjafar, var lagt að velli. Í þessu liði eru leikmenn fæddir 1997 og síðar. Liðunum 28 var skipt í fjóra styrkleikaflokka fyrir dráttinn og var Ísland í öðrum flokki. Drátturinn fór þannig að í milliriðlum leikur Ísland við Portúgal, Lettland og Úkraínu og fer riðillinn fram dagana 26. - 31. mars í Portúgal. Úrslitakeppnin fer svo fram á Möltu í maí.
Nánar um dráttinn: http://www.uefa.com/under17/news/newsid=2026921.html#holders+face+former+winners
Milliriðill EM U19 karla 2014
Ísland hafnaði í 2. sæti í gríðarlega sterkum riðli í undankeppni EM U19 karla 2014, þar sem Belgar höfnuðu í efsta sæti en Frakkar og Norður-Írar sátu eftir, og komst þar með í milliriðil. Þar mætir íslenska liðið Serbum, sem eru handhafar Evrópumeistaratitilsins, Írum og Tyrkjum. Riðillinn verður leikinn á Írlandi, 28. maí - 2. júní. Íslenska liðið var í fjórða og neðsta styrkleikaflokki í drættinum. Í þessu liði eru leikmenn fæddir 1995 og síðar. Úrslitakeppnin fer fram í Ungverjalandi dagana