• fim. 28. nóv. 2013
  • Landslið

U17 í riðli með Ítalíu – U19 mætir Tyrklandi og Króatíu

Frá drættinum (uefa.com)
2029522_w2

Dregið hefur verið í undankeppni EM U17 og U19 karla 2015, en drátturinn fór fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í dag, fimmtudag.  Í EM yngri landsliða 2015 er fyrst leikið í undankeppni þar sem leikið er í fjögurra liða riðlum.  Tvö lið komast upp úr hverjum riðli og leika þá aftur í fjögurra liða milliriðlum. 

Undankeppni EM U17 karla 2015

UEFA EM U17 karlaÍ undankeppni EM U17 karla 2015 var Ísland, sem var í efsta styrkleikaflokki, dregið í riðil með Ítalíu, Moldavíu og Armeníu og verður riðillinn leikinn í Moldavíu haustið 2014.  Í þessu liði verða leikmenn fæddir 1998 og síðar.  Úrslitakeppnin 2015 verður haldin í Búlgaríu og verða þá í fyrsta sinn 16 lið í úrslitakeppninni.

Nánar um dráttinn:  http://www.uefa.com/under17/news/newsid=2026923.html


Undankeppni EM U19 karla 2015

UEFA EM U19 karlaÍ undankeppni EM U19 karla 2015 var liðunum skipt í tvo styrkleikaflokka.  Tvö lið út hvorum flokki mynduðu fjögurra liða riðla, og var Ísland, sem var í neðri styrkleikaflokknum, dregið í riðil með Tyrklandi og Króatíu úr efri flokki, og Eistlandi úr neðri flokki.  Leikið verður í Króatíu haustið 2014 og úrslitakeppnin fer fram í Grikklandi sumarið 2015. 

Nánar um dráttinn:  http://www.uefa.com/under19/season=2014/draws/index.html