Skýrsla UEFA um stöðu knattspyrnu kvenna í Evrópu
UEFA hefur gefið út umfangsmikla skýrslu um stöðu knattspyrnu kvenna í aðildarlöndum sínum. Í skýrslunni er ítarleg greining á stöðunni og áhugaverður samanburður milli landa í Evrópu með fjölbreyttri tölfræði.
Skýrslan er tæpar 90 blaðsíður að lengd, en framsetning á niðurstöðum er með myndrænum og skýrum hætti á fyrstu 30 blaðsíðunum. Þar er fjallað um marga þætti - s.s. fjölda iðkenda, dómara, þjálfara og kvenna í knattspyrnuhreyfingunni, landslið og starf í tengslum við þau, þátt fjölmiðla og loks fjármál. Seinni hluti skýrslunnar sýnir svo upplýsingar um hvert aðildarland fyrir sig. Í skýrslunni er margt áhugavert að finna og er áhugafólk um knattspyrnu hvatt til að kynna sér efni hennar.