• þri. 26. nóv. 2013
  • Fræðsla

Fundir á vegum KÞÍ í desember

KÞÍ
KÞÍ

Knattspyrnuþjálfarafélagið mun standa fyrir tveimur fundum í desember.  Tilgangurinn er að draga fram álit þjálfara og hagsmunaaðila í þessum flokkum, rýna til gagns og vonandi leggja fram tillögur til KSÍ í kjölfarið.

Áherslur í keppni 4. og 5. flokka

Mánudaginn 2. desember kl. 20.00 - Laugardalsvelli

a) Rætt verður um hvort taka eigi upp 9v9, á hvaða aldri og hvernig keppnisfyrirkomulagið eigi að vera. Til hliðsjónar eru menn beðnir um að kynna sér nýlegar skýrslur DBU (sjá viðhengi).

b) Hvaða breytingar mætti gera á keppnisfyrirkomulagi í 4. og 5. flokki. ABCD flokkun, úrslitakeppnir, leikjaálag, árgangaskipting o.fl.

Keppnisfyrirkomulag í knattspyrnu kvenna – 3. flokkur - Meistaraflokkur

Mánudaginn 9. desember kl. 20.15 - Laugardalsvelli

a) Rætt verður um hvort breyta eigi aldursflokkasamsetningu, hvort grundvöllur sé fyrir 1. flokki eða U23 keppni.

b) Rætt verður um hvort bæta eigi við deild í meistaraflokki.   

c) Á að setja strangari reglur um álag á leikmönnum á þessum aldri eða ekki?

Allt áhugafólk um betri knattspyrnu er hvatt til að mæta.

Þeir sem komast ekki en vilja koma einhverju á framfæri geta sent greinargerð með rökstuðningi á dadir@breidablik.is og tillit verður tekið til þess á fundunum.

Skýrsla DBU