• fim. 21. nóv. 2013
  • Fræðsla

Líkamsþjálfun knattspyrnumanna

Magni_Mohr
Magni_Mohr

Helgina 7.-8. desember mun Magni Mohr halda námskeið um líkamsþjálfun knattspyrnumanna. Námskeiðið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu. Magni hefur tvisvar áður komið hingað til lands og haldið námskeið við mjög góðan orðstír. Magni er íþróttalífeðlisfræðingur með sérhæfingu í þjálfun knattspyrnumanna og er í fremstu röð í heiminum í sínu fagi. Hann hefur m.a. starfað hjá Chelsea, Juventus, FC Köbenhavn og með danska karlalandsliðinu. Námskeiðið telur sem 16 tímar í endurmenntun fyrir þjálfara með UEFA A og UEFA B þjálfaragráðu.

Dagskrá námskeiðsins er hér fyrir neðan. Opið er fyrir skráningu en hægt er að skrá sig með því að senda upplýsingar á dagur@ksi.is eða hringja í síma 510-2977. Vinsamlegast taka þarf fram nafn, kennitölu, tölvupóstfang, símanúmer og félag.

Námskeiðið kostar 10.000 kr. Hægt verður að greiða við komuna á námskeiðið og eins og er hægt að greiða með því að leggja inn á reikning KSÍ og senda kvittun á dagur@ksi.is (0101-26-700400, kt. 7001693679). Ef þitt félag hyggst greiða fyrir þig, þá þarf framkvæmdastjóri félagsins eða yfirþjálfari að staðfesta það með tölvupósti á undirritaðan.

Dagskrá námskeiðsins er sem hér segir:

Laugardagur, 7. desember:

9.00-10.30           Assessment of match and training load in elite football (theory)

11.00-12.30        Physical team drills with tactical/technical focus - examples from aerobic high intensity training (practical)

13.30-15.00        Match analysis - assessments of individual demands and individual drills (theory)

15.30-16.30        Group discussion of day 1

Sunnudagur, 8. desember:

9.00-10.30           Speed endurance training in football - how to organise (theory)

11.00-12.30        Individual fitness training in football - examples of drills (practical)

13.30-15.00        Physical preparation during National team camps (theory)

15.30-16.30        The role of the fitness coach in football (theory and discussion)