• þri. 19. nóv. 2013
  • Landslið

Draumurinn úti í bili - Króatía á HM

A landslið karla
ksi-Akarla

Íslenska karlalandsliðið beið lægri hlut í kvöld gegn sterku liði Króata í seinni umspilsleiknum um laust sæti á HM í Brasilíu á næsta ári.  Lokatölur í leiknum í Zagreb urðu 2 - 0 fyrir heimamenn sem leiddu einnig í leikhléi með einu marki.  Króatar komust því á HM með því að hafa betur, samanlagt, í tveimur leikjum, 2 - 0.

Það er óþarfi að fjölyrða um leikinn en sigur heimamanna var sanngjarn þrátt fyrir að þeir hafi misst mann útaf með rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks.  Þrátt fyrir hetjulega baráttu íslenska liðsins tókst þeim ekki að brjóta Króata á bak aftur.

Frábærri undankeppni HM því lokið og við tekur undankeppni EM á næsta ári.  Frammistaða leikmanna, þjálfara og annarra sem standa að liðinu, hefur verið frábær og vakið athygli langt út fyrir landsteinana.  Það sama má segja um stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem hafa verið hreint ómetanlegir og voru frábærir á Maksimir vellinum í kvöld.